Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin í Grundarfirði föstudaginn 5. júní , nánar um stund og stað síðar.
þar verður glaðst með styrkþegum og veitt viðurkenningarskjöl þeim sem hæsta styrki hljóta í ár. Öllum styrkþegum er boðið til hátíðarinnar.
Styrkir úr uppbyggingarsjóð koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.
Styrkir voru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála og verkefnastyrkir á sviði menningar.
Fagnefnd og úthlutunarnefnd hafa farið yfir umsóknir um styrki til menningarverkefna.
Umsóknir til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála voru alls 31 talsins, sótt var um styrki að upphæð 49.696.279kr en heildarkostnaður var 209. 814.684kr.
Úthlutað var 8.380.000kr.til 18 verkefna
Umsóknir um menningarstyrkir voru samtals 78 sótt var um 52.558.678kr heildarkostnaður var metinn 151.298.254kr. Úthlutað var 16.875.000kr. til 51 verkefnis í ár.