|
16. nóvember 2015 11:53 |
Upplýsingar um menningarverkefni Vesturlandi |
Allar upplýsingar um menningarverkefnin sem nú falla undir Uppbyggingarsjóð eru á vef SSV.is þar með talið áfangaskýrsla og lokaskýrsla fyrir styrki til menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrkja menningar. Styrkirnir verða auglýstir í byrjun janúar 2016 allar upplýsingar verða á vef Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi. |
|
27. maí 2015 11:53 |
Umsóknir og úthlutanir 2015 |
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands verður haldin í Grundarfirði föstudaginn 5. júní , nánar um stund og stað síðar.
þar verður glaðst með styrkþegum og veitt viðurkenningarskjöl þeim sem hæsta styrki hljóta í ár. Öllum styrkþegum er boðið til hátíðarinnar.
Styrkir úr uppbyggingarsjóð koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar- og vaxtarsamninga.
Uppbyggingarsjóður Vesturlands er samkeppnissjóður.
Styrkir voru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála og verkefnastyrkir á sviði menningar.
Fagnefnd og úthlutunarnefnd hafa farið yfir umsóknir um styrki til menningarverkefna.
Umsóknir til stofn- og rekstrarstyrkja menningarmála voru alls 31 talsins, sótt var um styrki að upphæð 49.696.279kr en heildarkostnaður var 209. 814.684kr.
Úthlutað var 8.380.000kr.til 18 verkefna
Umsóknir um menningarstyrkir voru samtals 78 sótt var um 52.558.678kr heildarkostnaður var metinn 151.298.254kr. Úthlutað var 16.875.000kr. til 51 verkefnis í ár.
|
|
30. mars 2015 11:13 |
Auglýst eftir umsóknum í uppbyggingarsjóð Vesturlands |
Í þessari viku 1. apríl verður opnað fyrir umsóknir í nýjan sjóð sem nefnist Uppbyggingarsjóður Vesturlands.
Styrkir úr Uppbyggingarsjóði koma í stað styrkveitinga úr sjóðum menningar ( Menningarráð Vesturlands ) og vaxtarsamninga ( Vaxtarsamningur Vesturlands).
- Veittir verða styrkir til verkefna á sviði menningar.
- Stofn og rekstarstyrkir menningar.
- Styrkir til atvinnuþróunnar.
Frestur til þess að skila inn umsóknum er til 22. apríl 2015
|
meira... |
|
1. janúar 2015 23:58 |
Upplýsingar og áramótakveðjur |
Ágætu umsækjendur styrkja Menningarráðs Vesturlands.
Ég óska ykkur alls góðs á komandi ári og þess að menningin á Vesturlandi megi aukast, skapa atvinnutækifæri og blómstra okkur öllum til farsældar og frama.
Á málstofu um menningarstefnu sem haldin var í Háskólanum á Bifröst 21. nóvember um menningu sem atvinnustefnu var leitað eftir hugmyndum og spurt hvernig menningarstefna tengist atvinnustefnu sveitarfélaganna. Hvernig ungt fólk sér framtíðina í fjölbreyttum menningarstörfum á Vesturlandi. Rætt var um tilgang menningarstefnu í stjórnsýslu og hvernig hún gagnast í daglegum rekstri og skipulagningu menningarverkefna og þau tækifæri sem skapast við menningartengd verkefni á Vesturlandi.
Um þessi áramót, 2014-2015, renna út þrír samningar sem hafa verið í gildi milli ríkisins og landshlutasamtaka Sveitarfélaga. Menningarsamningur, vaxtarsamningur og Sóknaráætlun landshlutanna.
Undanfarið ár hafa samningarviðræður verið í gangi milli ríkisins og landshlutasamtaka sveitarfélaga um gerð eins sameiginlegs samnings til 5 ára þar sem ofangreindir þrír samningar eru allir settir undir einn hatt. Í þessum viðræðum hefur m.a. verið rætt um að sameina fjármuni menningar- og vaxtarsamnings í einn sjóð og hafa eina sameiginlega úthlutunarnefnd. Þessum viðræðum er ekki lokið, stefnt er að undirritun samnings í byrjun febrúar en óvíst er hvort það tekst. Á fjárlögum fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir sömu fjármunum til þessara þriggja samninga og á þessu ári. Þessu fylgir óvissa, m.a. er ekki ljóst hvenær eða hvernig auglýst verður eftir umsóknum um menningarstyrki á nýju ári né hver aðkoma Menningarráðs Vesturlands verður að þessum nýja samningi.
Um leið og línur fara að skýrast verða sendar út upplýsingar um stöðu mála. Þá verða menningarstyrkir auglýstir og nýtt umsóknarform kynnt.
Kær kveðja og óskir um gleðilegt nýtt ár fyrir hönd SSV.
Menningarfulltrúi Vesturlands
Elísabet Haraldsdóttir
|
|
27. október 2014 10:19 |
Tilkynning vegna umsókna um menningarstyrki |
Ágætu umsækjendur um menningarstyrki. Ekki er hægt að auglýsa eða sækja um styrki Menningarráðs Vesturlands fyrr en samningar liggja fyrir vegna Sóknaráætlunar. Við munum auglýsa styrkina og kynna í landshlutanum um leið og hægt er. Lokaskil vegna verkefna þessa árs þarf að skila fyrir 15. desember 2014. Ef ekki er unnt að ljúka verkefnunum fyrir þann tíma, þarf að fara fram á frestun skriflega, að öðrum kosti fellur styrkurinn niður og mun fjárhæðin renna í þann sjóð sem kemur til úthlutunnar á komandi ári. Vinsamlegast hafið samband ef eitthvað er óljóst með pósti á menning@vesturland.is eða í síma menningarráðs 8925290 / 4332313 |
|
23. maí 2014 15:00 |
Nýr samningur, úthlutanir 2014. |
Menningarsamningur verður undirritaður í lok vikunnar til eins árs. Bréf hafa verið send til styrkþega þar sem upphæð styrkjanna er tilgreind og einnig fylgir nýr samningur milli styrkþega og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Vinsamlegast sendið, nafn, kennitölu, bankaupplýsingar, bankanúmer og undirritið samninginn. Sendið samninginn til baka á skrifstofu Samtaka sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes, en Hrefna Jónsdóttir framkvæmdarstjóri hrefna@ssv.is er með fjármál menningarsamningsins á höndum.
Vegna þess hve mikil seinkun var á úthlutun styrkjanna var ákveðið halda ekki úthlutunarhátíð í ár. Í stað þess er hugmynd um að halda ráðstefnu um framtíð menningarsamninganna og nýja menningarstefnu í lok sumars. Þar munum við einnig kynna framúrskarandi verkefni. sem hafa fengið styrk úr sjóði Menningarráðs Vesturlands.
Á heimasíðunni mun birtast listi um styrkhafa ársins 2014, bæði menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja eftir helgi 25.-26. maí.
Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þess að vel gangi að vinna að þeim fjölmörgu verkefnum sem fengu styrki í ár. Það er von okkar að þessar tafir hafi ekki valdið miklu tjóni og að menningin á Vesturlandi muni áfram styrkjast, skapa áhugaverð störf og dýrmæta upplifun og ánægju á Vesturlandi.
|
|
16. maí 2014 10:11 |
Tilkynning til umsækjenda |
Úthlutunnar nefnd SSV um styrkveitingar harmar þann drátt á afhendingu menningarstyrkja sem nú er orðinn. Enn hafa ekki borist samningsdrög að nýjum samningi og endanleg ákvörðun um fjárveitingu til menningartengdrar ferðaþjónustu sem hefur verið fjármögnuð af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hefur ekki borist.
Nánari upplýsingar hjá menningarfulltrúa
|
|
13. febrúar 2014 09:41 |
Upplýsingar er varða styrki ársins 2014 |
Ágætu umsækjendur um menningarstyrki árið 2014.
Því miður hafa orðið miklar tafir á því að hægt sé að úthluta styrkjum þessa árs. Samningur við mennta og menningarráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hafa ekki enn þá verið undirritaðir. Starfsemi Menningarráðs Vesturlands byggir á samningi milli ríkisvaldsins og SSV fyrir hönd sveitarfélaganna um samstarf þessara aðila um menningarmál.
Samkvæmt síðustu samningum skal Menningarráð Vesturlands vera samstarfsvettvangur á Vesturlandi um menningarmál og hafa meðal annars það hlutverk að samræma aðgerðir á sviði menningarmála á svæðinu, standi fyrir öflugu þróunarstarfi, úthlutun fjármagns til menningarverkefna á Vesturlandi og hafa eftirlit með framkvæmd samningsins.
Einnig eru miklar breytingar á starfsemi menningarráðs sem nú heyrir undir stjórn SSV, m.a. nýr starfshópur um menningarmál sem skipaður er þremur fulltrúum af Vesturlandi og þremur til vara, og mun hann fara yfir umsóknir ársins 2014.
Fulltrúi fyrir svæðið sunnan Skarðsheiðar er Hörður H. Helgason.
Fulltrúi fyrir Borgarfjörð og Dalasýslu er Helena Guttormsdóttir
Fulltrúi fyrir Snæfellsnes:er Dagbjört Höskuldsdóttir
Hlutverk starfshópsins er:
Að vera faglegt teymi og vinna með menningarfulltrúa Vesturlands samkvæmt ákvæðum og skyldum menningarsamnings milli SSV og ríkisins. Vinna að úthlutun styrkja sem menningarsamningur veitir. Vera menningarfulltrúa stuðningur við almenn störf hans.
Menningarfulltrúi mun birta upplýsingar á heimasíðunni um leið og hægt er varðandi úthlutanir styrkja 2014.
|
|
3. febrúar 2014 08:28 |
Eyrarrósin, tvær tilnefningar á Vesturlandi. |
18. desember 2013 08:53 |
Jólakveðjur |
18. desember 2013 08:32 |
Upplýsingar er varða styrki ársins 2014 |
5. nóvember 2013 09:49 |
Styrkveitingar ársins 2013. Lokaskil. |
31. október 2013 11:16 |
Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki og stofn og rekstrarstyrki ársins 2014. |
15. október 2013 11:12 |
Eyrarrósin 2014 |
9. október 2013 14:55 |
Upplýsingar vegna styrkja fyrir árið 2014 |
6. ágúst 2013 11:46 |
Fyrirlestur í Dalabyggð |
5. ágúst 2013 12:02 |
Norðurlandameistaramót í eldsmíði á Safnasvæðinu á Akranesi. |
7. júní 2013 12:37 |
Menningarviðburðir í byrjun sumars. |
28. maí 2013 15:11 |
Fjölbreyttir tónleikar í Landnámssetri 30. maí kl 21:00 |
28. maí 2013 13:03 |
Leir 7 í Stykkishólmi sýningaropnun kl 18-20 30. maí. |
26. apríl 2013 11:18 |
Stuttmyndin Hvalfjörður á leið til Cannes |
22. apríl 2013 15:57 |
Handritin alla leið heim. |
22. apríl 2013 09:50 |
Menningarlandið ráðstefna á Kirkjubæjarklaustir komin á vef ráðstefnunnar |
15. apríl 2013 13:02 |
Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands |
eldri fréttir
|